Athugið! Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu. Nicolas Moreaux er franskur bassaleikari, búsettur á Íslandi. Á Jazzhátíð Reykjavíkur 2022 mun hann kynna nýja tónlist eftir hann sjálfan, útsetta af Phillipe Maniez, sem hefur meðal annars unnið með Kurt Rosenwinkel Big band og Dedication big band. Á tónleikunum kemur Nicolas fram ásamt nónett sínum, sem samanstendur af íslenskum tónlistarmönnum, sem Nicolas spilar reglulega með hérlendis og erlendis. Tónlistin flakkar á milli þess að vera þenkjandi og orkumikil og er að mestu innblásin af lífi Nicolas, andagift og náttúrunni. Nico Moreaux : kontrabassi Andrés Þór Gunnlaugsson : gítar Sigurður Flosason : altó saxófónn Óskar Guðjónsson : tenór saxófónn Jóel Pálsson : tenór saxófónn Eyþór Gunnarsson : píanó Snorri Sigurðarson : trompet Scott Mclemore : trommur Matthías Hemstock : slagverk