Sumarið 2021 hófu þau Berglind María og Eyjólfur að kanna í sameiningu hljóðheim náttúruflauta smíðaðar úr hvönn og rabbabara, efnivið sem finna má víða í íslenskri náttúru yfir sumartímann.
Ventus er afrakstur þessarar könnunar og skírskotar til latneska heitisins yfir vind, sem ekki eingöngu er innblástur að tónheimi verksins, heldur hefur hann átt þátt í að móta efnivið þeirra hljóðfæra sem leikið verður á.